Refsiaðgerðir
8.9.2025 | 17:51
Refsiaðgerðir og viðskiptahöft Evrópusambandsins og Bandaríkjanna kosta meir en hálfa milljón mannslífa á ári, svipað og mannfall í stríðsátökum samkvæmt læknatímaritinu Lancet.
Evrópusambandið, sem er samband fyrrum heimsvelda, og Bandaríkin, sem eru fyrrum evrópskar nýlendur, þykjast þess umkomin að segja þjóðum heims fyrir verkum með refsiaðgerðum, þvingunum og hernaði.
Við Íslendingar þurfum að fara að átta okkur á í hvaða félagsskap við höfum lent og byrja að velja og hafna í hvaða "aðgerðum" á vegum okkar "bandamanna" við tökum þátt. Í ljós hefur komið að framferði okkar helstu "bandalagsþjóða" er jafn mikil orsök ótímabærs dauða Jarðarbúa og stríð. https://www.thelancet.com/action/showPdf?pii=S2214-109X%2825%2900189-5
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 9.9.2025 kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)