Orka framtíðarinnar
7.9.2025 | 16:42
Okkar ungi orkuráðherra áttar sig á að framtíðar orka Íslands er djúpvarmi, gufa úr djúpum borholum sem gefa háan hita og mikla orku, bæði í rafmagn og varma.
Djúpboranirnar hér hafa verið í skötulíki um sinn en vonandi tekst ráðherranum unga að koma þeim vel í gang aftur. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/07/segir_mikil_taekifaeri_folgin_i_throun_djupborunar/
En að blanda Evrópusambandspótentátunum í málið er bæði óþarfi og hættulegt. Evrópusambandið ásælist orku Íslands opinberlega samanber ákvæði EES-samningsins. Íslendingar, sem eru hlutfallslega lang lengst þróaðir í nýtingu jarðvarmaorku, geta vel sjálfir þróað djúpboranirnar. Þær kosta mikið en ef tálguð er burtu fitan (af bruðlinu í til dæmis "loftslagsmál", "stuðningi við Úkraínu", "hælisleitendamóttöku" og önnur tískumál) er til nógir peningar til að fjármagna boranirnar og þróunarverkin.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)