Geta stjórnmálaflokkar verið heimskir?

poverty-4561704_960_720Illa upplýstir þingmenn sitja tugum saman á Alþingi, einn skrifar "Pistli" í Mogga í dag og segir: "-íslenska krónan leggur gríðarlegan kostnað á íslensk heimili, fyrirtæki og hið opinbera-".

Þeir sem lesa þetta og hafa eitthvert vit halda sumir að þetta sé grín. En þegar þeir átta sig á að það kemur frá fyrrum fréttamanni er hægt að afsaka heimskuna sem venjulega fréttamannaþvælu a la RÚV.

Flokkurinn (Kviðreisn eða hvað hann nú heitir) sem málpípan tilheyrir er myndaður úr kratahluta Sjálfstæðisflokksins og hefur það markmið að koma Íslandi undir erlenda stjórn og senda íslenska stráka til þess að berjast við arftaka hins ósigrandi Rauða Hers.

Kunnáttumenn í gjaldmiðilsfræðum eru löngu búnir að útskýra hvað felst í afsali þjóðargjaldmiðils og lögleiðingu erlends gjaldmiðils: Fyrirtækjahrun, fátækt, atvinnuleysi, erlend efnahagsstjórn, hnignun og landflótti. Í jaðarlöndum ESB, til dæmis Baltalöndum og Grikklandi, sést hvernig fer, Ísland fékk tugi þúsunda landflótta Balta (vegna EES). Útflutningsfyrirtækin fara á hausinn eitt af röðu, þau geta ekki starfað með verðið sem hinn "sterki" gjaldmiðill býður. Minni fyrirtæki á innanlandsmarkaði fylgja á eftir.

Lönd SuðurAmeríku hafa lent í "sterkum gjaldmiðli" (USD) og misst stjórn á sínum efnahagsmálum og í framhaldi sínum þjóðmálum.

Engar af grunnforsendunum fyrir að hafa sameiginlegan gjaldmiðil með ESB eru fyrir hendi hér. Gamla lumman að verðbólgan orsakist af krónunni er útslitin. Verðbólga er einkenni hagkerfa sem eru í vexti og er viðráðanleg með m.a. verðtryggingu. ESB hrörnar og þar er lítil verðbólga.

"-Land sem afsalar sínum gjaldmiðli afsalar um leið hagstjórn og sjálfstæðri efnahagsstefnu"-(Robert Mundell)

Spurningin vaknar, geta stjórnmálaflokkar verið heimskir eða eru það bara málpípurnar? https://www.frjalstland.is/upptaka-evru-efnahagsleg-sjalfseyding/


Bloggfærslur 29. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband