Opinber svik og lygi
27.7.2025 | 14:49
"Fríverslunarsamningar Íslands" eru auglýstir í kynningu á vefsíðu stjórnarráðs Íslands, EES-samningurinn er þar efstur á blaði. Þetta er auðvitað blygðunarlaus lygi, komin frá þeim sem komu samningnum yfir landið sem var samskonar sértrúarsöfnuður og komist hefur til valda í núverandi ríkisstjórn Íslands (Fríverslunarsamningurinn við Evrópubandalagið var gerður 1972 og tryggði, og tryggir enn, tollfrjáls viðskipti með iðnaðarvörur að svo miklu leyti sem hægt er að tryggja eitthvað með samningum við ESB) https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/utanrikisvidskipti/vidskiptasamningar/friverslunarsamningar/
Evrópusambandið hyggst nú leggja verndartolla á kísiljárn og aðrar tengdar vörur frá Íslandi--- "Þetta mun klárlega hafa mikil áhrif, það væri erfitt fyrir okkur að vera með tolla inn í ESB---" segir forstjóri Elkem á Íslandi. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/25/leggja_tolla_a_kisiljarn_stefnubreyting_esb/
Norðmenn eru æfir enda selja þeir mikið af kísli til ESB https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-07-25-leggja-til-verndaradgerdir-vegna-kisiljarns-fra-islandi-og-noregi-449482
En íslenskir skriffinnar úr erindrekstri EES hér reyna að afsaka Evrópusambandið: Ákvörðunin byggir á 112. og 113. grein EES---. Sjaldgæft er að þessari grein sér beitt en þó ekki án fordæma. Nýlegasta fordæmið er náttúrlega gjaldeyrishöft sem við Íslendingar setum í kjölfar hrunsins---" (Dóra Sif Tynes)
Að bera saman neyðarlög og meðfylgjandi gjaldseyrishöft við einhverjar setningar í EES-samningnum sýnir grófa hlutdrægni eða misskilning. Neyðarlög og gjalderyshöft eru neyðarrétur sjálfstæðra þjóða og voru sett hér þegar upp var komin stórhætta á þjóðargjaldþroti. Engin slik hætta er yfirvofandi Evrópusambandinu. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-07-26-sjaldgaeft-utspil-esb-en-ekki-an-fordaema-449527
Ríkisstjórnin og heilaþvegnar embættismannaeftirlegukindur hennar ráða ekki við að standa vörð um íslenska atvinnu. Nú er búið að loka kísilverinu á Húsavík fyrir einskæran aumingjaskap. Það er nægur markaður á Íslandi fyrir kísilmálm, álverin nota mikið af málminum.
Guðlaugur Þór Þórðarson gerir grein fyrir ýmsum atriðum málsins í viðtali í Morgunblaðinu í gær, 26.7.2025.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)