Hvernig lög gilda á Íslandi?
10.7.2025 | 14:48
Nú er orðið lýðum ljóst að lög Evrópusambandsins gilda á Íslandi. Alþingi hefur innleitt þau hér vegna úrelts samnings um "evrópska efnahagssvæðið" Þau stöðva uppbyggingu orkukerfisins.
Ráðherrar og þingmenn halda að þeir geti bara þvingað virkjanleyfi í gegn sísísvona. En Alþingi getur ekki ráðið við lagafarganið sem það sjálft hefur komið i lögbækurnar frá Evrópusambandinu (með allskyns ruglingi og mistökum) og okkar dómarar verða að dæma eftir þvolgrinu.
Alþingi (og stofnanir landsins) sprikla nú í eigin drulludýi af innleiddum lögum frá Evrópusambandinu um mat á umhverfisáhrifum og álíka málefnum. Sumir þingmenn vilja setja ný lög, sumir bráðabirgðalög til þess að koma starfinu i gang. En allt rekst á hvers annars horn, farganið sem EES hefur valdið stöðvar framkvæmdir.
Neyðarlög eru eina fljótvirka aðferðin við að koma orkuuppbyggingunni í gang, þau geta tekið EES úr sambandi meðan EES-samningnum hefur ekki verið sagt upp og EES-tilskipanirnar afnumdar.
https://www.frjalstland.is/2025/03/02/leyfisveitingakerfi-ees-veldur-orkuskorti/
https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/
https://www.frjalstland.is/2023/06/03/orkukerfi-landsins-faert-undir-evropusambandid/
https://www.frjalstland.is/2022/06/22/rammaaaetlun-vindmyllur-og-kol/
https://www.frjalstland.is/2022/01/22/island-smitad-af-orkukreppu-esb/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)