Ófróðir sérfræðingar
7.4.2025 | 17:36
Broslegir sérfræðingar hrópa nú hver í kapp við annan að Trump sé að stofna til viðskiptastríðs og valda heimskreppu. Þeir skilja greinilega akki hvað forsetinn er að gera með að setja tolla á innflutning.
Stjórn hinna nýju Bandaríkja hóf að setja tolla á innflutning fljótlega eftir stofnunina 1776. Þeir voru látnir vaxa og urðu til þess að bandarísk fyrirtæki fengu að vaxa, bandarískur iðnaður tók heimsforurstu í skjóli þeirra. Með heimsstyrjöldinni síðari tóku tollarnir að lækka og hafa Bandaríkin leyft sínum skjólstæðingum að selja allt mögulegt til Bandaríkjanna án teljandi álaga síðan þó sumir þeirra hafi lagt mikla tolla á amerískar vörur. Bandarískur almenningur þurfti ekki að borga tekjuskatt að ráði fyrr en fjármagna þurfti stríðsrekstur seinni heimsstyrjaldarinnar, innflutningstollar gáfu lengi miklar tekjur til alríkisins.
Það minnkar nú gróðinn hjá bröskurunum á Wall Street, þeir gætu jafnvel farið að kaups ríkisskuldabréf. Og vextirnir gætu lækkað sem yrði stórgróði fyrir ríkissjóð sem skuldar 36.000 miljarða dala og mokar út vaxtagreiðslum. Og svo fara að koma meiri skatttekjur af innlendum fyrirtækjum sem eru komin í skjól fyrir ódýrum innfluttum varningi.
Reynsla Ameríku af innflutningstollum er góð. Trump veit það, háværu sérfræðingarnir komast að því síðar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)