Við viljum fríverslun!

map-of-the-world-2401458_1280Okkar menn í utanríkismálum gerðu nú fríverslunarsamning við eitt stærsta hagkerfi heims, Indland, í fylgd EFTA (enginn skyldleiki við Evrópusambandið eða EES) meðan Bandaríkin setja tolla á innflutning (af skiljanlegum ástæðum). Við erum líka með fríverslun við annað stórríki, Kína. Nýlega var haldin samkoma í sendiráði Kína um viðskipti og er hugur í mönnum að efla þau (sjá Morgunblaðið 3.4.2025).

Friverslunin við umheiminn er mikilvæg Íslendingum, bæði efnahagnum og ekki síst þjóðarörygginu. Það er mikil hughreysting í því að fólk í utanríkisþjónustunni vinnur vel fyrir ladið þó ráðherrar málaflokksins hafi verið að svamla í stríðsæsingum með Evrópusambandinu sem er meir og meir að líkjast sprunginni blöðru. Nú bíðum við eftir að okkar menn nái fríverslunarsamningi við Bandaríkin.


Bloggfærslur 3. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband