Stríðsríkisstjórn
24.2.2025 | 23:03
Nýja ríkisstjórnin hefur haft tvo mánuði til að sanna sig en hefur nú sýnt að hún er ekki ábyrgðinni vaxin. Frú forsætisráherra hennar fór til hins stríðandi lands, Úkraínu, og lofaði áframhaldandi stuðningi. (Mbl 24.2.2025) Það þýðir á mannamáli beina aðild að stríðsrekstri Kænugarðsstjórnarinnar en bandarískir embættismenn hafa nú viðurkennt að Rússland hafi ekki verið upphafsaðili stríðsins."Rússar voru egndir í stríð" segir Steve Witkoff.
Meðan okkar stríðsríkisstjórn álpast til að blanda íslensku þjóðinni í stríð í fjarlægum löndum eru okkar mikilvægustu bandamann, Bandaríkjamenn, að reyna að stöðva vopnasendingarnar til striðsins og koma á friði. Líklega hefur þessi framgangsmáti ábyrgðarlausu stríðsríkisstjórnar Íslands ekki verið ræddur við Bandaríkin.
Landsmenn spyrja sig nú, hvernig hefur ríkisstjórn Íslands fengið umboð til þess að blanda íslenskri þjóð í stríð? Sem vinnur gegn okkar mikilvægustu bandamönnum?
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)