Togga veðjar á rangan hest
18.2.2025 | 20:31
Frú utanríkisráherra okkar segir að Evrópa sé að stíga upp og axla aukna ábyrgð á varnar- og öryggismálum, að Evrópa sé að þétta raðirnar, Ísland þurfi að vera fullir (helst ekki meir en rallhálfir) þátttakendur í þeirri heild sem sé að myndast í Evrópu. Hún dregur þessa röngu ályktun af nýlegum fundum þar sem stríðsæsingar ESB opinberuðust og andstaða pótentáta sambandsins við friðarsamninga.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/02/18/evropa_thettir_radirnar_og_island_a_ad_taka_thatt/
Það þyrftu að vera mörk á því hvað ráðherrar vita lítið. Það þarf að upplýsa frú ráðherra um að Ísland er ekki háð Evrópu í "varnarmálum", við höfum haft varnarsamning við eitt helsta herveldi heims í 74 ár.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.2.2025 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)