ESB-innlimun og aflimun

eu-flageurope-1045334_960_720Andstæðingar Evrópusambandsins unnu kosningasigur í Tékklandi í gær, flokkur Andrej Babis mun fara sínar eigin leiðir gagnvart ESB, m.a. hætta þátttöku í stríði sambandsins gegn Rússlandi.

Austur-Evrópulönd stefna í auknum mæli að því að losa sig undan kúgun Evrópusambandsins. Slóvakia og Ungverjaland eru í andstöðu Brussel í mikilvægum málum og sæta þvingunum þaðan. Og nú bætist Tékkland við.

Evrópusambandið hefur reynt að innlima Hvítarússland án árangurs en landið sætir stöðugt als kyns kjánalegum ásökunum sambandsins.

Á dagskrá Evrópusambandsins er að innlima Serbíu, Moldovu og Georgíu. Með sömu aðferðum og í Úkraínu, ofbeldi, manndrápum og kosnsingasvindli.  Stöðugar óeirðir eru í Serbíu á vegum ESB. Tekist hefur með kosningasvindli að koma eindrekum ESB til valda í Moldovu. Miklar óeirðir hafa verið í Georgíu í tengslum við kosningarnar þar en andstæðingar ESB-aðildar, Georgian Dream, unnu sigur. https://civil.ge/archives/704204

Með upplausnaröflum Evrópuusambandsins vinna margs konar félög og stofnanir á vegum hanttauðvaldsins eða alheimskrata, eins og CIA, USAID, NED og Open Society Foundation á vegum Soros. Bresk og frönsk sendiráð, og sendiherra Evrópusambandsins, eru þekkt fyrir moldvörpustarfsemi í Georgíu og víðar í Austur-Evrópu.

Aflimun hins hrörnandi skrokks Evópusambandsins er í deiglunni í Austur-og Mið-Evrópu, vonandi tekst það eins vel og hjá Bretum.


Bloggfærslur 5. október 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband