Varnir Íslands?
2.9.2024 | 13:15
Friðar-Ísland er nú æfingavöllur fyrir hernað Bandaríkjanna og þeirra leppríkja. Þúsund hermenn æfa hernað hér, herþotur drynja yfir okkur og dýrunum okkar. Utanríkisráðfrúin okkar segir: "Það er augljóst að svona æfing er mikilvægari í þeim raunveruleika sem við horfum upp á í dag, þ.e.a.s. þar sem stórveldi hóf allsherjarinnrás inn í frjálst og fullvalda ríki í Evrópu og er, auðvitað ofan á það, að ástunda fjölþátta ógnir í allnokkrum aðildarríkjum" (hvaða, Evrópusambandsins?)
Raunveruleiki ráðfrúarinnar er eftirgrennslanalaus trú á áróður og lygar. Stórveldið sem hóf innrás í frjálst og fullvalda ríki er einmitt ríkið sem er að æfa hermenn sína og sinna kjölturakka hér á Íslandi: Bandaríki Norður-Ameríku, okkar "herverndarar", það voru einmitt Bandaríkin sem hófu hernað gegn frjálsu og fullvalda ríki, Úkraínu, og lögðu það undir sig veturinn 2014 og hófu síðan hernað gegn rússneskum íbúum þess. https://www.frjalstland.is/2023/12/19/stridsundirbuningur/ Gáfnaljósin í Washington og Brussel hafa nú þanið hernaðinn út og hafið stríð gegn Rússlandi sjálfu, einu helsta kjarnorkuveldi heims.
Mikil stríðsvá steðjar að Evrópu og heimsbyggðinni allri a.m.k. meðan mistakaforsetinn situr í Hvíta húsinu og illa upplýstir leiðtogar hanga á valdastólunum í Evrópusambandinu og Bretlandi.
Á meðan þetta tilgangslausa vopnaskak glymur hér á og við Klakann er Landhelgisgæslan, sem er okkar eini verjandi fyrir raunverulegum hættum, í svelti og getur ekki verndað sæfarendur og varið okkur gegn veiðiþjófum eða glæpalýð. Hvað þá NATO-ríkinu Bretlandi sem er eina ríkið sem hefur sýnt Íslandi fjandskap og otað byssukjöftum að okkur.
(Mbl 31.8.2024)
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 3.9.2024 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)