Ísland á sakamannabekk

climbing_in_bureaucracy__alfredo_martirenaVarðhundakofi EES-samningsins, ESA, á að sjá um að Ísland (og Noregur og Liechtenstein) hlýði fyrirmælum Evrópusambandsins. Reglulega berast þaðan urr og gelt en mest ýlfur. Nú ætlar ESA að kæra Ísland fyrir að gegna ekki tilskipunum ESB um bankastarfsemi.

Eins og kunnugt er olli regluverk ESB/EES, ásamt með græðgisvæðingu og Bretastjórn, hruni íslenska bankakerfisins fyrir 16 árum. Ekki höfum við enn komið í verk að segja EES-áþjáninni upp svo ESB-tilskipanirnar halda áfram að berast. Þær eru ætlaðar bankakerfi hundraða milljóna manna svæðis en ekki smáþjóð og hafa gert mikla bölvun hérlendis. Íslenska bankakerfið getur ekki lengur þjónað Íslendingum skammlaust heldur er látið þjóna dillum ESB, s.s. vörnum gegn peningaþvætti sem er stór atvinnuvegur í skattaáþján ESB-landa. En bankarnir hérlendis geta samt plægt inn klámfenginn gróða á að vaxtaokra á íslenskum viðskipatvinum en geta samt ekki þjónað grundvallarþörfum eins og húsnæðiskaupum unga fólksins af viti.

Og nú hafa Íslendigar látið undir höfuð leggjast að "innleiða" (þýða, afrita og líma í íslenskt regluverk) tilskipanir frá ESB. ESA ætlar að kæra Ísland fyrir EFTA-dómstólnum (EFTA óviðkomandi) https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/11/esa_hofdar_mal_gegn_islandi/. Eins og kunnugt er má sá dómstóll segja hvað sem er en hans orð eiga ekki að vera aðfarahæf hér nema stjórnkerfið hér aulabárðist til að beygja sig í rykið. Sem Alþingi hefur reyndar gert með bankatilskipanir https://www.frjalstland.is/2023/11/27/bankarnir-eru-i-hoftum-evropusambandsins/ andstætt stjórnarskránni og því ógildur gerningur ef á reyndi.

 


Bloggfærslur 12. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband