Falskar vonir
7.8.2024 | 15:31
Ein draumkenndasta EES-tilskipunin er nú í rörunum frá ESB: https://gagnagrunnur.ees.is/32024r1735. Reglugerð til að auka kolefnisfría framleiðslu https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/HTML/?uri=OJ:L_202401735,
síðasta valdboð frá ESB í langri röð gegn evrópskum iðnaði og velmegun.
Eins og lesendum er kunnugt er Evrópusambandið að spilla fyrir þarlendum iðnaði með reglugerðakraðaki gegn m.a. kaupum á hagkvæmri orku, gegn notkun eldsneytis og með byggingu óhagkvæmra vindorkuvera. Eins og fleira frá ESB er þessi reglugerð sýndarmennska. Lönd ESB eru í óða önn að gangsetja kolaorkuver og gaslindir af því að almenningur hefur ekki efni á draumóraorkunni. En við Klakabúar höldum að ESB sé að undirbúa framtíðina og setjum allt EES-farganið á okkar reglubækur.
Efnahagshrörnun Evrópusambandsins er óstöðvandi. https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/#more-3092
Það eru aðeins tvö af löndum ESB sem hafa hærri rauntekjur á mann en Ísland (það eru peningasýslulöndin Luxemburg og Írland, við þekkjum hvers vaxtaokrið er megnugt fyrir eignamennina!) https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_GDP_(nominal)_per_capita
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)