Koltvísýringur er lífgjafi

tomatoes-vegetables-food-frisch-53588Koltvísýringur er útmálaður sem mesta vá mannkyns og alls lífs á jörðinni. Þeir sem einhverja þekkingu hafa á umhverfi Jarðaryfirborðsins vita að andstæðan er sönn: Koltvísýringur er grunnefni lífsins á jörðinni og getur alrei orðið of mikill, áhrif hans á hitafar Jarðar eru mettuð.

Lofttegundin er mikilvægasta sporefnið í andrúmsloftinu þó hún sé aðeins 0,04% af loftinu, en þó hefur verið nærri 20-sinnum meira á blómatíma gróðursins síðustu 500 milljón árin.

Gróðurhúsaræktendur vita þetta. Þeir reyna að fá koltvísýring á hagstæðu verði en gróðurvöxturinn stóreykst hjá þeim ef þeir auka koltvísýringinn í gróðurhúsinu.

En staðan er orðin þannig að þeir verða að kaupa fokdýran koltvísýring á tönkum af Evrópusambandsfyrirtæki sem hefur náð einokun hér. Mikilli orku hefur verið eytt í að þrýsta koltvísýringnum á tankana sem gerir hann óhagkvæman.

Í landi þar sem hver einasti hver og gufuvirkjun blæs út koltvísýringi í miklu magni er þetta vægast sagt þjóðlegur ræfildómur. Það á að hreinsa koltvísýringinn frá gufuvirkjunum og leiða hann í rörum á lágum þrýstingi, og þar með lágu verði, til  góðurhúsasvæðanna. Þau hafa þegar varma og jafnvel rafmagn frá jarðhitanum, viðbótin með koltvísýringinn yrði hagkvæm. Og góð fyrir grænmetisneysluna og lýðheilsuna í landinu.

(Sjá Bændablaðið 15.8.2024)

 

 


Bloggfærslur 17. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband