Að kjósa taktískt!
3.6.2024 | 18:48
Vit(fir)ringarnir sem telja sig geta útskýrt stórsigur Höllu í forsetakosningunum segja að fólk hafi kosið "taktískt" til þess að losna við Katrínu! Ekki íslenska enda eru vitringarnir að láta ljós sitt skína á útlensku en skilja ekki alltaf sínar eigin slettur. Meina líklega að kjósendur hafi ekki stutt Höllu en bara verið á móti aðalkeppinaut hennar, Katrínu. Þetta er auðvitað ágiskunarspeki ættuð úr háskólaskýinu.
Mun líklegri skýring á stórsigri Höllu er afburða málflutningur í lok kosningabaráttunnar. Sá boðskapur fór svo fyrir brjóstið á kaldastríðsprelátum ríkisstjórnarinnar að þeir gerðu tilraun til að bregða fyrir hana fæti. Í Mbl-bloggi Björns Bjarnasonar á kjördag stóð "Hættulegur boðskapur Höllu T - Halla boðar að hún ætli að sitja á Bessastöðum í stöðugu "samtali" við þjóðina og hún sagði að kvöldi 31. maí "að sér fyndist ekki sjálfsagt að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn "án samtals" og að það samræmdist ekki gildum Íslands" svo vitnað sé í Vísi. Og hún bætti við - Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það og ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er-"
Þessi boðskapur Höllu er nákvæmlega sá sem velviljaðir og kunnáttusamlegir Íslendingar hafa stutt. Halla kom honum til skila í lok kosningabaráttunnar og vann kosningarnar.