Skattgreiðendur kosta vindmyllur
15.6.2024 | 16:33
Hvað skyldu vindmyllurnar kosta skattgreiðendur? Í Bretlandi fá vindmyllurnar allt að 100 pund á megavatttímann, svipað og heildsöluverðið á markaðnum. https://www.ft.com/content/cb351788-377b-4ea7-aa0a-9bcc28293e7d Það samsvarar nærri 18 krónum á kílóvattstundina (hvað borgar þú? Ef það er mikið meir en 10 kall skaltu kvarta https://www.on.is/verdskra/)
Ástæða orkukreppunnar er hin vitfirrta stefna að afnema eldsneyti og kjarnorku í nafni ruslvísinda. Orkuverð í Bretlandi er orðið svo hátt að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki efni á að kaupa orku þó Bretland eigi gas- og oliulindir, kolalög og hafi átt öflugt kjarnorkuverakerfi.
Enda eru núverandi stjórnvöld Bretlands að missa völdin https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/06/14/flokkur_farage_tekur_fram_ur_ihaldsflokknum/
Nú ætlar franskt fyrirtæki með aðstoð sinna sendla hérlendis að reisa vindmylluskóga hér (sjá Mbl i dag) sem verður að verulegu leyti á kostnað íslenskra skattgreiðenda samkvæt EES. Eins og kunnugt er á Ísland samkvæmt hinum glórulausa EES-samningi að auka "græna orkuframleiðslu" sem þýðir að skattgreiðendur verða að taka á sig þungar byrðar við rekstur vindmylla þar eð langt er í frá að þær geti keppt við fallvatnsokru og jarðvarma. https://www.frjalstland.is/2024/04/16/vaxandi-andstada-gegn-vindmyllum-og-solorkuverum/
Bloggar | Breytt 17.6.2024 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)