EES-svelgurinn stækkar
8.4.2024 | 11:53
Tilskipanavaldið (ESB) ætlar nú að heimta fé af þeim sem enn hafa sloppið við að borga fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.
Íslensk stjórnvöld sjá um að koma EES-áþjáninni á.
Tilskipun 2023/859 fyrirskipar viðskiptakerfi "sem mun ná utanum losun frá byggingum, vegasamgöngum og viðbótargeirum"-. Þetta nýja kerfi, "ETS2-kerfið verður rekið samhliða ETS-kerfinu en losun frá því mun áfram reiknast sem samfélagslosun sem fellur undir svokallaða beina ábyrgð ríkja-"(ESR, nr 2018/842)
Skilji nú hver sem betur getur óráðssvamlið (skriffinnamálið) frá Brussel í íslenskri þýðingu! ETS-kerfið tottar fleiri og fleiri milljarða af íslenskum fyrirtækum í losunarkvótabrask, flugfargjöld hækka, vöruverð hækkar, útflutningstekjur minnka, fátæktin eykst eins og í ESB en ESB-braskarar fitna!
https://samradapi.island.is/api/Documents/ae7b1e88-47cf-ee11-9bc1-005056bcce7e
Útblástur koltvísýrings og hauglofts frá mannsathöfnum hefur ómælanleg áhrif á loftslag Jarðar. Stærstu bankar heims, sem létu áður vélast af græna fagurgalanum https://www.climateaction100.org/, eru nú að hætta að veita "grænum fjárfestingum" forgang. Þær borga sig ekki og bankamenn trúa ekki lengur á "grænu" blekkingarnar. https://www.theguardian.com/business/2024/mar/05/us-banks-leave-esg-finance-climate-crisis
West Virginaríki hefur bannað fjóra stóra banka frá þáttöku í verkefnum vegna andstöðu bankanna við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn og þáttöku í ESG-stefnunni um "sjálfbærarar" fjárfestingar. https://www.foxbusiness.com/politics/west-virginia-cracks-down-on-major-banks-over-environmental-activism
En Evrópusambandið heimilar sínum stórmeðlimum að reka kola- og gasorkuver þó við eyjarskeggjarnir (sem álpuðumst til að láta lélegt (eða timbrað?) alþinig veita því vald hér) séum látnir blæða fyrir að nota eldsneyti.
Ríkisstjórn Íslands býður mönnum að gera athugasemdir við lagafrumvörp á Samráðsgátt https://island.is/samradsgatt/mal/3686 Það er blekkingaleikur, EES/ESB-tilskipunum er aldrei breytt, þær verða alltaf að lögum og reglugerðum með sama innihaldi og þegar þær komu frá Brussel (nema þær séu um skipaskurði, járnbrautir eða gasröralagnir), stundum er bætt við einhverjum óþarfa frá brjósti ESB-hermikráka hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)