Aftur bankarán?

BRflag-1177326_960_720Klíkur stjórnarflokkanna vilja nú koma bönkum þjóðarinnar alfarið úr almannaeigu í hendur útvaldra í fjármálabraskinu. Ekki í fyrsta skiptið!

Þegar nýfrjálshyggjan (a Friedman og Hayek) hafði rutt gömlu hagkennurunum (Samuelson og Schumpeter) út á kant, og blindað barnslega og spillta íslenska stjórnmálamenn, afhentu þeir sínum flokksbræðrum fyrirtæki þjóðarinnar, með góðu eða illu, blekkingum eða lygum. Bankakerfið var afhent í heild sinni en það hafði haldið landsmönnum og þeirra fyrirtækjum gangandi í áratugi mestu uppbyggingar í sögu Íslands.

Nýfrjálshyggjan var að sjálfsögðu hönnuð til þess að efla stórfyrirtæki Bandaríkjanna og ætluð til þess að hjálpa þeim að rupla og féfletta trúgjarna um heimsbyggðina. Til voru vísir menn um allan heim sem vörðust og höfnuðu falskenningunum og margir öflugir bankar https://en.wikipedia.org/wiki/Public_bank og stórfyrirtæki https://sg.finance.yahoo.com/news/singapore-airlines-reports-record-operating-233000277.html?guccounter=1

út um allan heim eru áfram í almannaeigu og sum í fremstu röð. Einkabankar enda oft á hausnum og á framfæri almennings eins og einkavæddu íslensku bankarnir gerðu 2008.

Bábiljuspekingar og nýfrjálshyggjuafturgöngur eru enn á kreiki og vilja einkavæða helst allt sem þjóðin á eftir. Þeir einkavæddu ekki bara banka þjóðarinnar um aldamótin síðustu heldur komu líka á regluverki EES sem var himnasending fyrir braskarana, gaf þeim starfsleyfi í ESB/EES og heimilaði bæði nýju eigendunum, vildarvinunum og bankastjórunum að maka krókinn með fé bankanna Þeir voru svo grænir að þeir áttuðu sig ekki á að verðir heimsfjármálamiðstöðvarinnar í London, þar sem þeir höfðu plantað sér, mundu aldrei þola fiskimannasonum ofan af Klakanum  að kroppa í svikamyllu fjármálafinngálknsins í Bretlandi. Enda kom á daginn að Bretar gjaldþrotuðu þá og allt íslenska bankakerfið í leiðinni. Og íslenskir skattgreiðendur fengu allt í fangið eins og við mátti búast.

Og nú segja fjárplógsklíkur stjórnarflokkanna að ríkið eigi að selja sinn hlut í bönkunum  "og nota féð í innviði-" (gáfnaljós eiga að vita að bankar eru mikilvægir innviðir). Þeir ætla næst að koma hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka til velunnara í braskinu sem geta þá mögulega komist í feitt og leikið sér með þjóðareign.

Einkavæðingin ásamt með löggildingu EES-bankaregluverksins setti marga Íslendinga í þrot og fór nærri að setja Ísland í þrot. Þrátt fyrir að neyðarlög hafi tekið EES úr sambandi og Ólafur Ragnar, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben hafi bægt hrægömmunum frá og bjargað ríkissjóði, standa löskuð flök af gömlu þjóðarbönkunum, og áframahaldandi áþján EES, í vegi fyrir að unga fólkið geti byggt upp sitt húsnæði og sinn efnahag.

Stór hluti bankakerfisins þarf að vera í almannaeigu og í sparisjóðakerfi til þess að geta þjónað Íslendingum en ekki peningaþvottalögreglu Evrópusambandsins og EES.

https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/

https://www.newyorker.com/magazine/2023/07/24/the-rise-and-fall-of-neoliberalism

https://consortiumnews.com/is/2022/07/01/ukraine-is-the-latest-neocon-disaster/ (tölvuþýðing)

 


Bloggfærslur 20. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband