Að drepa 100 lömb
13.4.2024 | 12:22
Hvort er betra, að drepa 100 lömb eða einn hval? Þetta eru dýr með tilfinningar og gáfur, lömbin, grísirnir og kálfarnir, sem hafa svipaðar gáfur og hvalir, finna blóðlyktina eða heyra veinin í systkinum sínum sem verið er að slátra.
Það er ekkert gaman eða fallegt við að drepa dýr en kjötát hefur reynst ómögulegt að uppræta svo eina ráðið er að drepa dýrin sem sársaukaminnst. Og leyfa þeim að vera frjálsum meðan þau lifa.
Eitt af okkar ráðuneytum, sjávarútvegsráðuneytið, sem hefur verið púðrað upp og endurnefnt "matvælaráðuneytið", m.a. til þess að fela að það var sett undir stjórn fólks sem þykist vera að vernda umhverfið en er í raun sértrúarprelátar. Þeir brjóta landslög gegn fyrirtækjum í atvinnustarfsemi. En þeir starfa í skjóli vitmeiri manna í ríkisstjórn sem geta séð til þess að stjórnarráðið fari að lögum en ekki að hugarórum hjátrúarsöfnuða. https://www.mbl.is/200milur/frettir/2024/04/13/utsed_um_hvalveidar_i_sumar/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)