Vindmyllur slegnar af
16.2.2024 | 14:20
Vindmyllur ganga ekki fyrir vindi heldur ríkisstyrkjum! Þær eru lélegar orkuvélar og spilla orkukerfinu. Skattgreiðendur borga.
En samt eru fyrirtækin sem framleiða rellurnar og reka vindmyllugarðana að gefast upp. Þegar hefur verið hætt við risa-vindmyllugarða sumra öflugustu fyrirtækjanna í Ameríku og Evrópu. Fyrirtækin sáu fram á stórtap. Íbúum svæðanna er létt, þeir losna við fuglagildrurnar.
Enn hér á Klakanum eru loftkennd grænfyrirtæki ættuð frá Evrópusambandinu og jafnvel Noregi, og þeirra umbar hér, í óða önn að reyna að hola niður vindmyllum í skjóli EES-tilskipana um "græna orku". Sveitastjórnarmenn og landeigendur eru lognir upp úr skónum og stjórnvöld hafa lítið að segja um málið vegna EES-samningsins sem gefur grænt ljós og opnar ríkissjóð fyrir grænu braskarana og þeirra relluverk.
Þeir einu sem geta stöðvað vindmylluvitfirringuna eru íbúar svæðanna þar sem setja á rellurnar upp. Stjórnvöld hafa sýnt sig að geta það ekki, dæmin frá Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi sýna það.
En nú þegar loftslagssvindlið er smám saman að afhjúpast þora fleiri að láta skynsemi og raunsæi ráða frekar en tísku umhverfiskirkjunnar. Helstu fyrirtækin í greininni, bæði rekendur vindmyllugarðanna og framleiðendur vindmyllanna, afskrifa nú og hætta við einn vindmyllugarðinn af öðrum. Og fara á hausinn eða skríða í fang skattgreiðenda sem oft eru með lélga fulltrúa sem blæða stórfé í "græna" bölið og framlengja vitfirringuna. Það er stærra kolefnisspor eftir vindmylluframleiðsluna en það sem myllan minnkar á sínum rekstrartíma svo lokun mylluverksmiðjanna er góð fyrir kolefnissporið þó loftslagið sé ekkert betur sett.
https://www.theguardian.com/business/2024/feb/07/danish-windfarm-firm-orsted-jobs-dividend-north-sea
https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/
Umhverfismál | Breytt 18.2.2024 kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)