Kjarasamninga þarf ekki
1.2.2024 | 14:01
Það er nóg að afturkalla hækkanir á opinberum álögum segir formaður starfsgreinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson. Hann mælir af þekkingu sem ráðandi vilja kveða niður.
Sorphirðugjöldin vaða upp vegna ónýtra laga sem fyrirskipa "hringrásarhagkerfi" úr EES-tilskipunum https://www.althingi.is/altext/stjt/2021.103.html Sveitarfélögin mótmæltu lögunum enda eru þau fyrir fátæk samfélög inni á meginlandi Evrópu https://www.frjalstland.is/2020/07/04/reglur-esb-um-urgang-henta-ekki-fyrir-island/
Sveitarfélögin fóru að græða á lóðum (líklega var það hin ónýta borgarstjórn Reykjavíkur sem gekk á undan) sem áður var úthlutað á kostnaðarverði en nú á markaði sem braskarar ráða. Fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi (Mbl 31.1.2023) enda fá braskararnir ("fjárfestar") að braska með íbúðarhúsnæði að vild. Og sveitarfélögin hækka fasteignagjöldin til að fjármagna sitt bruðl og skriffinnsku (stór hluti af EES-tilskipununum beinast gegn sveitarfélögunum). Ungir Íslendingar hafa nú verið dæmdir til að vera leiguliðar allt lífið.
Byggingareglugerðin er óhnitmiðaður sparðatíningur upp á 140 blaðsíður, síðasta var 70 síður, auk þess er alskyns EES-regluverk að gera húsnæði dýrara. https://files.reglugerd.is/pdf/0112-2012/current
Niðurgreiddir rafbílar valda hærri álögum, bifreiðagjöld og eldsneyti hagkvæmra bíla hækka upp úr öllu hófi til að fjármangna rafbílavitfirringuna.
Stýrivöxtum er haldið háum vegna verðbólgu sem stafar mest af hækkandi opinberum álögum og kostnaðarsömu regluverkskraðaki, bruðli ríkissjóðs og sveitarsjóða með fé almennings.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.2.2024 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)