Tvöfalt eftirlit EES

climbing_in_bureaucracy__alfredo_martirenaÍslensk fyrirtæki eru farin að vakna upp við að þau eru undir "tvöföldu" eftirliti, íslensku og ESA-eftirliti, snuðrarar frá Brussel mæta allt í einu og opna skúffur. Forstjóri Skeljar kvartar yfir að fyrirtækið varð fyrir fyrirvaralausri húsleitarinnrás ESA (Mbl 6.11.2024)

Forstjórinn kallar þetta efirlit "alþjóðlegt" sem er misskilningur, það er allt annað en alþjóðlegt heldur sett á stofn til þess að sjá til þess að Ísland (Noregur og Liechtenstein) hlýði EES-milliríkjasamningnum og valdboðum sem Evrópusambandið gefur út í krafti hans. EES-samningurinn er milli þessara þriggja ríkja og 27 Evrópusambandsríkja.

Alþingi setti lög ESB um samkeppni í íslensk lög strax 1993 og "endurbætt" 2005 og álpaðist til að samþykkja kröfu ESB um að ESA fengi húsleitarheimild og aðfararleyfi gegn íslenskum aðilum. Þetta var þverbrot á íslenskum lögum, hver sjálfstæð þjóð sér það sem sitt höfuðhlutverk að vernda sína þegna fyrir erlendum valdastofnunum sem Alþingi vanrækti með því að lögfesta EES-samkeppnislög frá ESB. https://www.althingi.is/lagas/142/2005044.html

Íslensk fyrirtæki eiga auðvitað ekki að þurfa að hlíta erlendum lögum og þýðast húsleitir og aðfarir erlendra stofnana. Þau eiga að hafna húsleitum og aðförum ESA og fara í mál ef í harðbakka slær til þess að hnekkja slíkum yfirgangi. Landslög og stjórnarskrá lýðveldisins eru þeirra megin.

Íslenska Samkeppniseftirlitið er í raun erindreki Evrópusambandsins og sér um framkvæmd samkeppnislaga sem eru þaðan. Íslensk stjórnvöld eru ekki með stjórnvaldið og hafa látið afskiptarlaust að Samkeppniseftirlitið  (áður stofnun) standi í vegi fyrir þróun fyrirtækjamarkaðar hérlendis. Að láta ESA hafa húsleitarheimildir og aðfaraleyfi að íslenskum fyrirtækjum var ekki bara brot á lögum heldur alger óþarfi, íslenska eftirlitið (sem jú gengur erinda ESB) á að sjá um slíkt.

ESA er eftirlitsskrifstofa með því að Ísland, Noregur og Liechtenstein hlýði tilskipunum Evrópusambandsins sem það segir að séu vegna EES-samningsins. Einn af 3 "stjórnarmönnum" skrifstofunnar er frá Íslandi en skilgreining á verkefnum og ábyrgð stjórnendanna bannar þeim að verja hagsmunni sinna landa heldur eiga þeir að ganga erinda Evrópusambandsins, þ.e. fara eftir verkskilgreiningu ESB um stofnunina og regluverki Evrópusambandsins!


Bloggfærslur 8. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband