Svandís upprétt

skjaldarmerkiSvandís reis upp og fór að tala af visku strax og hún losnaði úr hættulegu ríkisstjórninni: -"öryggi Íslands er betur tryggt utan NATO".

Blaðamaður reyndi að fanga hana í net kaldastríðslyga til að segja að við þyrftum að vera í NATO til að verja okkur. En hún lét ekki fanga sig heldur lýsti með sannfæringu að Rússagrýlan væri ekki eina öryggishættan. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/03/segir_oryggi_islands_betur_tryggt_utan_nato/?origin=helstu

Þó ekki sé hátt risið á Vinstrigrænum núna hafa allir eitthvað til síns máls eins og Svandís í viðtalinu. Hennar flokkur í hættulegri ríkisstjórn dró Ísland í hernað NATO og ESB. Og klappaði Svía og Finna inn í hernaðarklúbbinn NATO í andstöðu við grundvallarstefnu frumherjanna.

Svandís gæti verið á leið að endurnýja Vinstrigrænaflokkinn með baráttu fyrir hagsmunum Íslands, sjálfstæði og fullveldi, friði og herleysi. Ef henni tekst að þvo grænu glýjuna framan úr flokknum og segja hann frá stríðsmangi NATO og ESB á hann langa framtíð fyrir sér. https://www.frjalstland.is/2020/12/10/graena-glyjan/

https://www.frjalstland.is/2024/01/27/vaxandi-hernadur-gegn-russlandi/#more-3204


Bloggfærslur 4. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband