Eyðilagt bankakerfi
20.11.2024 | 17:31
Evrópureglurnar (það er EES-tilskipanirnar) um fjármálastarfsemina hafa orðið til þess að bankarnir geta ekki lengur þjónað okkur eins og þeir gerðu áður. Umsjónaraðili ESB með fjármálafyrirtækjunum hér á landi er Fjármálaeftirlit Seðlabankans, dæmigerð fölsun um EES, það eru 6 stofnanir ESB, EBA, EIOPA, ESMA, ESRFB, ESA og EFTA-dómstóllinn sem stjórna bankakerfinu.
Alþingi álpaðist til að setja þetta ESB-kerfi í lög 2017:
"Tilgangur laga þessara er að lögfesta evrópskt (les ESB) eftirlitskerfi á fjármálamarkaði-"
Alþingismenn voru greinilega hálf-sofandi eins og oft áður þegar Alþingi hefur þurft að stimpla EES-þvæluna frá Brussel svo þeir gáfu ESA og dómstólnum aðfararleyfi að Íslendingum: -"Ákvarðanir ESA samkvæmt lögum þesum eru aðfararhæfar sem og dómar og úrskurðir EFTA-dómstólsins-". Þarna braut Alþingi stjónarskrá lýðveldisins Íslands!. https://www.frjalstland.is/2023/11/27/bankarnir-eru-i-hoftum-evropusambandsins/
-"Regluverkið er í grunninn smíðað í Evrópu (les ESB)- Staðreyndin er sú að engum dytti í hug að útbúa það regluverk sem kemur yfir okkur frá Evrópu (les ESB) fyrir Ísland sérstaklega og þetta er að skapa miklar flækjur og kostnað í starfsemi bankanna-" (Ármann Þorvaldsson í Mbl 20.11.2024)
Bankastarfsmenn landsins hafa svo mikið að gera við að fletta reglugerðum frá ESB að þeir hafa ekki tíma til að þjóna okkur. Og þau framboð sem virðast ætla að komast inn á Alþingi i næstu kosningum virðast ekki hafa uppgötvað að þeirra stefnumál (húnæðsimál meðal annars) eru óframkvæmanleg meðan Ísland er ennþá leppríki í EES!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)