Endurreisn Alþingis

Althingi,-framanAlþingi hefur verið undir tilskipanavaldi Evrópusambandsins í þrjá áratugi. Afleiðingarnar sjást meðal annars í kraðaki af lögum og reglugerðum ESB og allt of stóru og dýru stjórnkerfi sem ekki er miðað við þarfir landsins heldur milljónaþjóða í Evrópu. Stöðnun og hömlur ESB hafa hægt á þróun Íslands.

Landið er þó ennþá auðugra og tekjuhærra en obbinn af ESB-löndum sem sökkva stöðugt dýpra í fátækt og afturför. Stjórnvöld landsins ráða ekki við brýn mál sem fyrir liggja vegna afskipta Brussel sem stjórnar mikilvægum málefnum með tilskipunum sem Alþingi kemur í íslensk lög.

Þjóðfélagshorfurnar í Evrópusambandinu eru mjög slæmar. Efnahagurinn versnar stöðugt, laun eru lág, atvinnuleysi óviðráðanlegt, hrörnandi iðnaður. Sambandið hefur verið að þróast í hernaðarbandalag í ætt við NATO og horfið frá friðarstefnunni sem hélt friði í álfunni í áratugi eftir Seinni heimsstyrjöldina þó kaldastríðsprelátar hafi reynt að hvetja til stríðs. Nýja hernaðarstefna Evrópusambandsins gæti leitt til svipaðra áfalla og áður, 1812 og 1939-45, og er þegar farin að valda efnahagshrörnun og einangrun Evrópulanda frá stórum hluta heimsins. Ný samtök þjóða, BRICS, eru að byggja upp réttlátari veröld og andstöðu við yfirgang og hernað NATO- og ESB-landanna. Aðildarlöndum fjölgar stöðugt, lönd sem Evrópusambandið kúgar renna hýru auga til samtakanna.

Skoðanakannanir fyrir Aþingiskosningarnar sýna að ekki horfir vel með næstkomandi Alþingi. Fávísum fjölmiðlamönnum hefur tekist að setjast upp og gera marga helstu fjölmiðla landsins að áróðurslúðrum fyrir Evrópusambandið. Ef fer sem horfir nú verður Alþingi skipað að stórum hluta landsölumönnum sem vilja láta erlent vald stjórna landinu https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/16/vidreisn_krefst_adildarvidraedna_vid_esb/. Það voru aðeins 33 af 63 þingmönnum sem tókst að koma Íslandi undir tilskipanvald Evrópusambandsins 1993 með EES-samningnum. Naumur meirihluti á Alþingi getur gengið af sjálfstæði og framtíðarvelsæld Íslands dauðu og gröfnu og þvælt þjóðinni í stórstyrjöld á vegum Evrópusambandsins. 


Bloggfærslur 16. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband