Féflettar skemmta sér

davospexels-photo-11035053Í Davos í Sviss er haldið alheimsefnahagstorg (WEF) sem gerði einu sinni eitthvert gagn en hefur hrörnað niður í kjaftaklúbb auðmanna, ránsbaróna og féfletta. Þeir mæta á steinolíubrennurum (þotum) og tala um þörfina á að útrýma jarðefnaeldsneyti og fátækt og auka kynjajafnrétti og hvenig á að láta Zelenskigengið vinna stríð við Rússland. Og uppáhaldsmálefnið, hvernig á að gera alþýðuna fátæka og þæga og koma öllum völdum í hendur féflettanna með "Great Reset", Núllstillingunni Miklu.

Það græðir enginn á WEF-torginu nema vændiskonurnar, sem eru löngu uppbókaðar, veitingastaðaeigendur og vímuefnasalar. Fáir hlusta á dagskráratriði torgsins heldur heimsækja aðra gesti eins og banka og fara í alsnægtapartí hjá þeim.

Davos er orðin sýning á upplausn og menningarlegri hnignun Vesturlanda, minnir á heilahrörnunarsjúkling og umræðan orðin um óraunhæfar og hættulegar hugmyndir úr fílabeinsturni þeirra sem eru í aðstöðu til að féfletta heimsbyggðina.

https://www.weforum.org/events/world-economic-forum-annual-meeting-2024/


Bloggfærslur 18. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband