Klúbbarnir okkar tapa

free-photo-of-view-of-flying-military-planesNATO og ESB/EES eru að tapa Úkraínustríðinu sem þeir hófu 2014 með árásum á sjálfstjórnarhéruð Rússa (Donbas) með her Úkraínu sem verktaka. Frá upphafi var stefna þeirra að egna Rússland sjálft í stríð sem tókst með manndrápum, svikum og lygum.

Stríðsmangararnir, illa upplýstir og hatursfullir leiðtogar NATO-og ESB-landa, áttuðu sig ekki á að hnignun og upplausn þeirra eigin landa er orðin slík að þau geta hvorki unnið efnahagsstríð né vopnað stríð gegn Rússlandi. Áróðurinn um góðu bjargvættina með hríðskotabyssur og ósigrandi NATO-heri er sjálfsblekking og Hollywoodsannleikur. Drápsherferðir Bandaríkjanna um heiminn hafa varað frá 10 árum (Írak, Úkraína) í 20 ár (Viet Nam, Afganistan) og endað með að löndin eru lögð í rúst, sprengjur skildar eftir á leikvöllum og milljónir manna drepnar áður en hermennirnir eru fluttir heim.

En við (NATO/ESB-EES) þenjum samt stríðið í Úkraínu stöðugt út með vaxandi árásum á Rússland sem NATO-herfræðingar stjórna, mörghundruð sprengjum er skotið á Rússland daglega frá Úkraínu, vestrænir fjölmiðlar þegja yfir því í samstarfi við lygastofnanir í NATO/ESB-EES. Poseidon P-8A njósnaflugvél NATO miðaði inn NATO-sprengju á flotastöð Rússa í Sevastopol. Úkraínskur skriðdreki sem Rússar sprengdu reyndist vera með áhöfn þýskra hermanna og skriðdrekinn sjálfur þýskur. Rússarnir sem hlera samskipti innan Úkraínuhers heyra ensku, pólsku og þýsku. En Bandarísku hermennirnir fá áhættuálag á kaupið sitt fyrir að berjast í Úkraínu. https://www.frjalstland.is/2023/09/06/kjarnorkuveldin-eru-komin-i-strid/

Ef Bandaríkjaþingi tekst ekki að hemja stríðsæsingamennina í Hvíta húsinu verða heilar hersveitir og sprengjuflugvélar NATO og ESB sendar í stórveldastríð til Úkraínu. Þá verður okkar tap miklu meira.

NATO og ESB eru að steypa heimsbyggðinni í gereyðingarstríð. Ísland verður að losa sig úr þátttöku í refsiaðgerðum og hernaði NATO og ESB gegn löndum heims. Ísland er herlaust og skortir tilefni og forsendur til ofbeldisaðgerða í fjarlægum löndum eins og framin hafa verið í Serbíu, Írak, Afganistan, Lýbíu, Sýrlandi og Úkraínu. Kína, Norður-Kórea og Venesúela eru næst í röðinni. Okkar gömlu herraþjóðir, Norðmenn og Danir, taka þátt í herhlaupum NATO og ESB með áfergju eftir langvarandi bældan stríðsþorsta, þeir gera okkar þátttöku óþarfa.


Bloggfærslur 26. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband