Endalok orkuskipta

photovoltaic-4525177_960_720Þýskaland hefur síðustu áratugi verið framarlega í s.k. orkuskiptum, "Energiewende", að taka í notkun "endurnýjanlega orku": Vindmyllur, sólfangara, rafbíla. Orka til almennings er nú um 3-sinnum dýrari þar en í Bandaríkjunum. Notkun jarðefnaeldsneytis hefur samt ekki minnkað svo orð sé á gerandi, fór úr 80% í 79% af orkunotkuninni síðasta áratuginn.

Ástæðan er að eðlisfræðileg lögmál voru ekki virt og verkfræðileg vinnubrögð ekki viðhöfð við aðgerðirnar og gífurlegur kostnaður við afkastalítinn "grænan" búnað hefur hlaðist upp.

Græna byltingin í Þýskalandi var mistök. Kola- gas- og kjarnorkuverin eru nú aftur að fara af stað, tilskipanir Evrópusambandsins/EES eru orðnar að vísindaskáldsögum sem komnar eru úr tísku. Með tækniþróun næstu áratuga er líklegt að kjarnorkan taki við auknum hluta af raforkuþörf Þýskalands. https://darntons.com/2022/12/29/electric-cars-are-not-the-future-the-fallacy-of-renewables-michael-burry-to-short-tesla-again/

Bloggið skrifar Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur, sjá nánar um aðstæður á Íslandi https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/


Bloggfærslur 24. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband