EES-óværa
10.9.2023 | 13:47
Flugufaraldur hringrásarhagkerfis EES er kominn. Frá fátæktar-menningarmiðstöð Vesturevrópu, Brussel, koma arfavitlausar tilskipanir í stríðum straum, nú síðast um flokkun heimilissorps. Í Brussel sitja þúsundir skrifara og úreltir og atvinnulausir stjórnmálamenn frá aðildarlöndum sem skrifa reglugerðir eftir forskrift umhverfistrúarpreláta sem þekkja ekki vandamálin og hafa ekki reynslu til þess að segja öðrum fyrir verkum og alls ekki Íslendingum sem hafa gott hreinlæti og best heilbrigði Vesturevrópubúa, m.a. vegna réttrar notkunar plastumbúða fyrir mat.
En nú eru heimili Íslands orðin klístrug og illa lyktandi af matarleifum og gegnsósa bréfpokum sem flugur, lirfur og maðkar þrífast í. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/09/09/flugur_herja_a_heimili_folks_og_ruslatunnur_thess/
Einu vitlegu aðferðirnar til að farga heimilissorpi er að urða það óflokkað eða brenna því. Urðað sorp brotnar niður fyrir tilstilli gerla jarðvegsins sem eru öruggustu hringrásarverktakar heimsins. Þeir brjóta allt (nema grjót og gler) niður með tímanum, þar með talið plast, og hafa hringrásað heimilissorpi í hundruðir þúsunda ára með góðum árangri.
Eina leiðin til að varðveita íslenskt hreinlæti og heilbrigðismenningu er að stífla tilskipanaflóðið frá fátæktarmiðstöðinni og segja hinum glórulausa EES-samningi upp. https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)