Úreltir stjórnmálaflokkar
1.9.2023 | 13:55
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir, báðir í ríkisstjórn, héldu flokksráðsfundi um síðustu helgi (Mbl 28.8.2023). Fundirnir sýndu að flokkarnir eru orðnir úreltir.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk möguleika á að standa vörð um fullveldi landsins og hafna frumvarpi Þórdísar um að EES-valdboðin frá Evrópusambandinu væru æðri íslenskum lögum. Flokksráðið notaði ekki möguleikann en japlaði á gömlum sviknum loforðum: -"Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um fullveldi Íslands-" sagði Þórdís við Mogga. Sá vörður hefur ekki verið betri en svo að flokkurinn samþykkti að afsala fullveldi landsins til Evrópusambandsins 12. janúar, 1993. (EES-samningurinn), Þórdís vara bara 5 ára og ekki von að hún muni það.
Vinstri grænir vilja útvega meiri orku með því að loka á orkukaup fyrirtækja í landinu sem eru þeim ekki þóknanleg. Þetta hefur verið reynt áður fyrir 40 árum þegar vinstrimenn komust í stjórn, en tókst ekki, svinnir menn voru þá á verði. Vinstri grænir ættu að vera arftakar þess framsýna fólks (í Alþýðubandalaginu) sem barðist gegn þátttöku Íslands í hermangi og stríðsrekstri en nú berst flokkurinn fyrir útþenslu NATO og styður stríðsrekstur klúbbsins, nú í Úkraínu, þar áður var hann í Sýrlandi, Afganistan, Írak, Líbíu, Serbíu og víðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)