Rafbílabyltingin étur börnin sín

fireapocalypse-2273069_960_720Hjón keyptu rafbíl sem átti að komast 450 km en komst aðeins 160 þegar frost var. Þau fengu hann endurgreiddan.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/08/26/fa_rafbil_endurgreiddan_vegna_of_litillar_draegni/

Bílaframleiðendur tapa á rafbílum þrátt fyrir rausnarlegar niðurgreiðslur frá ríki. https://www.foxbusiness.com/technology/ford-set-lose-billion-electric-vehicles-year-despite-increased-revenue

Rafbílar geta fuðrað upp og ekki hægt að slökkva í þeim. Bílferjur með þúsundir bíla fuðra upp, Felicity Ace í fyrra, nú Fremantle Highway, slys á mönnum þ.á.m. eitt dauðaslys. Skipsbrunar geta mengað stór svæði. https://splash247.com/haunting-images-of-burnt-cars-inside-fremantle-highway-leaked/

Rafbílar geta valdið alvarlegum slysum, þeir eru 1/2 til 1 tonni þyngri en venjulegir bílar, hljóðlátir og fljótir að ná hraða, börn eiga erfiðara með að vara sig á þeim.

Viðgerðakostnaður á rafbílum getur orið nærri verði á nýjum bíl, rafhlöðurnar eru viðkvæmar og ekki hægt að treysta að þær fuðri ekki upp þegar þær hafa skemmst. Rafbílar geta skemmst ef þeir eru dregnir, það þarf að lyfta þeim upp á pall til að koma þeim óskemmdum í viðgerð.

Af þessum og fleiri ástæðum eru tryggingar rafbíla síhækkandi og munu, með öðrum kostnaði sem fellur á rafbílaeigendurna þegar ríkisvaldið hættir að niðurgreiða kostnaðinn við þá, ganga af rafbílabyltingunni dauðri.


Bloggfærslur 27. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband