Verkfæri Satans
5.4.2023 | 16:31
Ný lög um leigubílaakstur eru skollin á landsmönnum. Þau henta illa á Íslandi eins og annar óvitaskapur ættaður frá Brussel. https://www.althingi.is/lagas/153a/2022120.html
"þetta var eins og aprílgabb" segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, en ný heildarlög um leigubílaakstur tóku gildi 1. apríl sl. Lögunum er ætlað að auka frelsi á leigubílamarkaðnum og færa hann til nútímans (þetta er svipuð afsökun og oft fylgir tilskipunum gáfnaljósanna í Brusssel). "Lagabreytingin er algjör lögleysa - þetta er bara verkfæri Satans-"
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/04/03/leigubilstjorar_i_algjoru_uppnami/
í Noregi hafa menn verið að berjast við óreiðuna í leigubílageiranum sem þessi Brusselsleva hefur valdið. En þora lítið að gera, eru hræddir við Brussabáknið, sérstaklega að ESA (eftirlitsskrifstofan í Brussel sem passar að Ísland, Noregur og Liechtenstein hlýði ESB) fari í mál. https://neitileu.no/aktuelt/taxihavari-med-eos En í raun er það óþarfa rolugangur, Noregur eða Ísland, og norsk og íslensk fyrirtæki, þurfa ekki að hlíta dómum EES-dómstólsnins (sem ranglega er nefndur EFTA-dómstóllin). Það er einmitt ESA sem hefur verið með derring og hótanir https://www.althingi.is/altext/153/s/0168.html við okkar máttlitlu stjórnmálamenn síðan 2017 og nú þora barbídúkkurnar ekki annað en hlýða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)