Á EES að slátra fluginu?

garbage-5400780_960_720Gáfnaljósin í Evrópusambandinu eru búin að skálda upp tilskipanapakka til þess að gera flug of dýrt fyrir almenning. Við sitjum í súpunni vegna hins glórulausa EES-samnings.

Flugfélögin eiga nú að borga enn meira (en ETS-kvótana sem þau eyða milljörðum í nú þegar) https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2287193/  Og nú eiga þau að fara að nota "sjálfbært" eldsneyti úr rusli eða einhverju fjarstæðukenndu hráefni.https://airlines.iata.org/blog/2022/05/making-fit-for-55-fit-for-purpose

Eina eldsneytið sem kemur til greina að nota í farþegafluginu er með sömu samsetningu og núverandi jarðefnaeldsneyti (vetniskolefni C9-16H20-34), þróað og prófað í 80 ár. Það er hægt að búa það til úr "rusli" og fleiri kolefnisinnihaldandi efnum en orkuþörfin við það verður margföld á við orkuna sem fæst út, ósjálfbær eyðsla á orkuauðlindum Jarðar, hráefnisaðgengið ónógt og kostnaðurinn svo hár að eingöngu millar hafa efni á að kaupa flugmiða. Ekki bara draumórar umhverfistrúarsöfnuða og Evrópusambandsgáfnaljósa heldur martröð alls mannkyns.https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/

En okkar utanríkisráðuneyti hefur skorið upp herör gegn vitleysunni og hótar jafnvel að hafna tilskipanadræsunni alfarið. Það eru alveg ný tilþrif í sjálfstæðisbaráttunni:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir að fyrirhuguð löggjöf ESB um flugferðir sé stærsta hagsmunamál Íslands frá upptöku EES-samningsins. Utanríkisþjónustan hafi farið í fordæmalaust átak til að reyna að hafa áhrif á löggjöf ESB. Sjálf hefur Þórdís talað við á þriðja tug utanríkisráðherra annarra landa vegna málsins en embættismenn hafa haldið yfir 100 fundi með ólíkum aðilum innan ESB vegna málsins.

Hún segir það aldrei verða samþykkt að samkeppnishæfni Íslands muni skaðast líkt og núverandi löggjöf sem samþykkt hefur verið í ESB ber með sér. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/05/staersta_hagsmunamal_islands_fra_upptoku_ees/


Bloggfærslur 6. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband