Lok Úkraínustríðsins

Leopardtank-2892790_960_720Þegar Bandaríkin fá aftur ábyrgan forseta verður Úkraínustríðinu hætt, væntanlega eftir tæp tvö ár en þá verður stríðið ellefu ára. Það hófst í umboði Obama/Biden-stjórnarinnar fyrir réttum 9 árum með verktökuhernaði nýju leppstjórnarinnar í Kænugarði gegn Donbassvæðunum.

Ellefu ár eru ekki sem verstur aldur á stríði miðað við önnur stríð Bandaríkjanna, NATO og ESB: Viet Nam og Afganistanstríðin voru í 20 ár en hernaðurinn í Írak og Sýrlandi í um áratug, þessi lönd liggja enn að verulegu leyti í rústum og milljónir manna drepnar og limlestar og milljónir flúnar til Evrópu.

Líklegir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum eru á móti aðgerðum Biden-stjórnarinnar í Úkraínu. Þegar Bandaríkin hætta hernaðarþátttökunni hætta líka kjölturakkarnir í NATO og Evrópusambandinu. Þangað til verða þúsundir drepnar og limlestar í hlutfalli við vopnasendingar til Kænugarðsstjórnarinnar https://www.youtube.com/watch?v=vYWaTPwHTsU


Bloggfærslur 15. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband