Orkuskortur
17.12.2023 | 14:25
Vonir Evrópusambandsins um orkuskipti eru brostnar. Hér á Íslandi eru orkuskiptin orðin skuldamartröð við ESB-báknið.
Nýjar virkjanir eru stopp í EES-regluverkskviksyndinu (Mbl. 16.12.2023 bls 34) og hjá alíslenskum óvitum í nefndum, ráðum, stofnunum, ráðuneytum og þingi og ekki lengur hægt að fóðra draumadís orkuskipta.
Alþingi hefur nú í 30 ár sett stöðugt ný og skaðlegri EES-lög um framkvæmdir og "umhverfismál" sem eru orðin að ófæru kviksyndi og standa í vegi fyrir uppbyggingu orkumannvirkja. Alþingi gæti tekið á sig rögg og sett virkjanaframkvæmdir í gang með sérstakri lagasmíð sem hjá sjálfstæðri þjóð(?) á að vera æðri erlendum tilskipunum. https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)