Noregur gefst upp
3.11.2023 | 14:58
Enn einu sinni kemur í ljós að norska stjórnkerfið er undir hæl Evrópusambandsins. Hæstiréttur Noregs lagði blessun sína yfir valdahrifs Evrópusambandsins í orkumálunum og aðildina að ACER (orkustofnun ESB), þriðja orkupakkanum sem okkar Alþingi gleypti með skít og skinni.
Það eru litlar líkur til að íslensk yfirvöld standi í lappirnar gagnvart Evrópusambandinu og EES en vonir stóðu til að þau norsku mundu gera það í þessu mikilvæga máli og vera fyrirmynd. Vonbrigðin eru því stór meðal sjálfstæðissinna. https://www.frjalstland.is/2023/11/03/uppgjof-noregs/