Að flosna upp
17.11.2023 | 12:53
Við erum búin að missa stjórn á landbúnaðinum. Sveitafólk Íslands flosnar upp eins og á jaðarsvæðum ESB/EES.
Hefur þú tekið eftir að matvöruverslanir hér eru alltaf fullar af innfluttu grænmeti og matvælum eins og framleidd eru hér?
Veistu að flutt eru inn niðurgreidd og undirmálsmatvæli frá ESB/EES?
Veistu að það er meiri hætta á sýklum í matvælum frá ESB/EES, jafnvel sýklalyfjaþolnum sýklum?
Veistu að matvæli frá ESB/EES innihalda meir af eiturefnum en íslensk?
Veistu að auðmenn í EES mega kaupa jarðir hér í samkeppni við Íslendinga?
Veistu hvaða þjóðir hafa besta heilsu? Svar: Litlar norrænar og fjallaþjóðir sem styrkja og vernda sinn landbúnað, Noregur, Ísland, Svíþjóð, Sviss.
Veistu að landbúnaður veitir þúsundum störf?
Veistu að afskipti, regluverk og innflutningur frá ESB/EES standa landbúnaði Íslands fyrir þrifum?
https://www.frjalstland.is/2020/05/31/endurreisn-landbunadarins-fljotvirk-efnahagsadgerd/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)