Kuldinn og sjálfstæðið
28.10.2023 | 12:39
Harðindin hröktu Íslendinga í faðm Noregskonungs 1262 er haft eftir nýdoktor (Mbl 29.10.2023).
Þetta eru ekki nein ný sannindi. Árið 2000 kom út bókin "2000 árum eftir Vínlandsfund" eftir Friðrik Daníelsson þar sem rakin eru áhrif loftslags á Íslenskt sjálfstæði. Þar kemur m.a. fram að fyrsa skiptið sem heimildir greina frá að hafís hafi verð við landið var fyrir árið 1261, rétt áður en Hákon gamli hirti frelsi vort.
Áhrif loftslags á Ísland og fleiri lönd hafa verið í vísindalegri umræðu í áratugi. Ísland er á mörkum kuldabeltisins sem þýðir að áhrif kólnunar hér eru alvarlegri en víðast annars staðar á byggðu bóli.
Sjá nánar vefsíðuna frjálstland.is
Umhverfismál | Breytt 29.10.2023 kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)