Gullhúðun EES-kvaða

eu-flageurope-1045334_960_720Þeir sem dýpst hefur verið sökkt í reglugerðakviksyndi EES kvarta nú yfir að Stjórnarráðið innleiði tilskipanirnar með viðbótum frá íslenskum skriffinnum sem gera þær meira íþyngjandi en þær eru í ESB: Gullhúðun!

Í mörgum tilvikum er þetta á algerum misskilningi byggt, reglugerðirnar koma beint frá miðstjórninni í Brussel og verða að íslensku regluverki óbreyttar um leið og Sameiginlega EES-nefndin í Brussel hefur stimplað þær. Sú nefnd hefur ekki lýðræðislegt umboð til þess að setja lög og reglur og breytir ekki tilskipununum efnislega. Ráðuneytin þurfa í raun ekki að koma nálægt, íslensku eftirlitsstofnanirnar geta vísað beint í textann frá Brussel ef þær eru í vafa og fyrirtækin geta vísað í hann til að verjast.

Nú ætlar ráðuneyti utanríkismála að stofna enn einn starfshópinn til að skoða umfangið. Góðra gjalda vert en ekki líklegt til neins árangurs, vandamálin eru reglugerðirnar sjálfar og að Brussel skuli yfir höfuð skrifa reglugerðir fyrir Ísland. Í ESB-löndum eru menn víða vanir ofurskriffinnsku og hunsa Brusselfarganið þegar þeim hentar, ekki okkar stofnanir, þær eru katólskar og reyna að koma öllu EES-svamlinu yfir landsmenn.

Það er auðvitað EES-samningurinn sjálfur sem er vandamálið, eindfaldasta og besta mótaðgerðin er einfaldlega að segja honum upp, með eins árs fyrirvara, og færa reglusmíðina heim.

https://www.frjalstland.is/2022/10/08/evropusambandid-setur-islandi-log/

 


Bloggfærslur 13. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband