Frelsi okkar
10.10.2023 | 15:01
Mette heldur að nasistastjórnin í Úkraínu berjist fyrir frelsi okkar! Meira að segja danskir kratar, toppurinn á góða fólkinu, eru nú orðnir hræddir við að NATO-lönd verði þreytt á Úkraínustríðinu sem er að verða 10 ára um þessar mundir.
"-Við verðum að vera með Úkraínu fram að beiskum endi. Meðan Úrkaínumenn vilja berjast fyrir frelsi okkar, látum okkur ákveða að stríðsþreyta verði ekki í okkar Atlantshafsbandalagi-"! sagði Mette Frederiksen á NATO-fundi í Kaupmannahöfn.
Textaskýring;
1) Hinn beiski endir Úkraínu verður uppgjöf og/eða frelsun Donbassvæðanna undan Kænugarðsstjórninni eða heimsstyrjöld ef Mette og félagar fá að ráða.
2) Úkraínumenn eru ekki að berjast fyrir frelsi okkar heldur frelsi fjárplógsmanna NATO og ESB til að rupla Úkraínu og Rússland.
3) Stríðsþreyta er þegar farin að grafa um sig hjá NATO-klúbbfélögum enda hefur klúbburinn staðið að stöðugum tilefnislausum manndrápum í áratugi.
Stríðsæsingarnar gegn Rússlandi á Norðurlöndum eru vert rannsóknarefni. Rússar hafa ekki sýnt Norðurlöndum tilefnislausar stríðsæsingar eða fjandskap sem kalla á hernaðarþátttöku Norðurlanda gegn þeim. Norðurlöndin eru i þessu máli eins og öðrum strengjabrúða Bandaríkjanna og Evrópusambandsins við að halda Rússagrýlunni og þar með stríðsæsingamönnum Vesturlanda við líf.
https://www.frjalstland.is/2023/02/22/hnignun-nordurlanda-nordens-forfall/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)