Norðmenn finna auðæfi
29.1.2023 | 15:33
Á botni Noregshafs og Grænlandshafs er að finna gífurlegt magn af verðmætum málmum: Eir, zink, gull, magnesium ofl. Og "reykstromparnir" á Mið-Atlantshafshryggnum dreifa um sig súlfíðum verðmætra málma. Þetta segja Norðmenn. https://www.reuters.com/markets/commodities/norway-finds-substantial-mineral-resources-its-seabed-2023-01-27/
Það hefur lengi verið vitað að gamalt berg eins og er í landgrunni Noregs og Grænlands og að hluta Íslands, inniheldur verðmæta málma. "Reykstrompar" (hverir á hafsbotni) eru margir í lögsögu Íslands og blása út súlfíðum. Norðmenn eru orðnir sjóaðir í að nýta auðlindir hafsbotnsins og ætla nú að bæta verðmætum málmum við olíuna og gasið.
Okkar stjórnvöld ætla að banna leit að "kolvetnum" (auðvitað er átt við vetniskolefni, olíu og gas) til þess að þjónkast "loftslagsstefnu" EES/ESB. Það er því ekki líklegt að við komumst heldur í aðrar auðlindir á hafsbotni. En við getum kannske unnið með Grænlendingum og fengið sneið af kökunni þeirra þangað til við fáum Alþingi og ríkisstjórn sem kunna að vinna að hagsmunum Íslenskrar þjóðar og byggja upp landið til frambúðar en ekki með skammlífri tísku um kolefnishlutleysi, vindmyllur, vistvænt eldsneyti og rafhlöður https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)