Boris búinn

union_jackistockphoto-616242056-1024x1024.jpgHávaðasamasti stríðsæsingamaður Evrópu, einleikari í eigin leikþætti valdagræðginnar, er búinn, hættan á kjarnorkustríði hefur minnkað um sinn þar með. Boris var mikill tilþrifamaður og gerði það sem aðrir gátu ekki. Hann frelsaði Breta frá ESB. En þegar lífskjör almennings hrundu, verð á lífsnauðsynjum var komið upp úr getu almennings, lífskjarakreppan lagðist yfir, lauk leikþætti Bórisar. Það var græna blaðran, vitfirringin um að banna eldsneyti og kjarnorku, sem varð Boris að falli. Æsifréttamiðlarnir flýttu bara fallinu.  Með vindmyllum og sólorkuverum skall á orkukreppa, of dýr orka og orkuskömmtun. Vöruverð fylgdi á eftir, nauðsynjar urðu of dýrar. https://www.frjalstland.is/2022/04/03/vaxandi-fataekt/

Boris reyndi að kenna Rússum um kreppuna en landar hans sáu í gegnum það. Öfgafull framganga hans gegn Rússlandi og stríðsmangið með leppstjórninni í Úkraínu minnkuðu fylgi hans meðal vitiborinna Breta. Stríðsórar gegn Rússum eru að vísu hluti af breskri menningu en þeir yngri trúa þeim ekki lengur og treysta ekki fjölmiðlum, hvað þá stjórnmálamönnum.


Bloggfærslur 8. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband