Finnafjörður
30.7.2022 | 20:16
er framtíðar staður stórskipahafnar við Bakkaflóa, aðdjúpur og hreinn af botnklettum. Þar verða birgðastöðvar fyrir gas og olíu frá Drekasvæðinu, Norður-Íshafi, Barentshafi, Grænlandi, Rússlandi og Færeyjum. Það er þess vegna óþarfa sóun á íslenskum landkostum að leggja þar höfn fyrir hernaðarbrambolt NATO
eins og einhverjum hefur dottið í hug. Hernaðarhöfn yrði bara aðdráttarafl fyrir sprengjur Rússa og Kínverja ef menn trúa óvinaímyndum NATO- og ESB-stríðsmangaranna.
Við Finnafjörð er dýrmætt land undir starfsaðstöðu og innviði (braskararnir eru farnir að leggja það undir sig). Þar verða auk birgðastöðva olíuhreinsunarstöð, petrokemisk stöð og þeirra framvinnslur. Það er ekki mjög langt í jarðhita Axarfjarðar, þarna gæti því vaxið upp fjölbreytt og mannmargt (með innfluttum verkamönnum) atvinnusvæði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)