Sölumenn dauðans
8.4.2022 | 18:46
NATO og ESB láta stjórnvöld Íslands taka þátt í að útvega vopn til leppstjórnar sinnar í Kænugarði. Vopn! Vopn! Vopn! æpa leikararnir. https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/04/07/oskar_eftir_fleiri_vopnum/
Washington, þaðan sem Úkraínu er stjórnað, ásamt með Bretum og fleiri NATO-meðlimum, setur milljarða í að kynda blóðuga leiksýningu í Úkraínu sem er til þess að útvíkka svæði ESB og NATO og útmála Rússa sem skrímsli. Útþensla NATO og ESB örlagarik mistok
Okkur ber engin skylda til að handlanga vopn til útvíkkunar ESB og NATO. Okkur ber engin skylda til að vopna vígamenn Úkraínustjórnar við Azovshaf. Okkur ber engin skylda til að útvarpa óstaðfestum fréttum fjölmiðla í ESB og NATO og falsfréttum af sprengingum járnbrautarstöðva og fæðingardeilda sem klínt er á rússnesku skrímslin.
Okkur ber engin skylda til að auka gróða vopnaframleiðenda og útvega vopn til að valda drápum meðal okkar dyggu stuðningsmanna sem studdu okkur gegn ofbeldi NATO-ríkja í landhelgisstríðunum. Okkar stjórnvöld þurfa að telja í sig kjark og haga sér eins og menn. "Vopnlausa þjóðin" á að biðja okkar bandamenn í ESB og NATO að hætta afskiptum af Úkraínu og aflýsa innlimunartilraunum, þá er hernaðaraðgerðum sjálfhætt.
Sölumennska dauðans spillir orðspori vopnlausu þjóðarinnar, ekki síst hjá vinaþjóðum.
bloggið skrifar Friðrik Daníelsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2022 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)