Reynt að draga okkur í stríð

mourning-5501796_960_720Leppstjórn ESB og NATO í Úkraínu reynir að draga okkur með í stríð gegn Rússum, lengi okkar bestu viðskiptavinir sem björguðu okkur frá refsiaðgerðum NATO-landa (1952). Forsetinn, atvinnuleikarinn Zelenskyy, heldur sýningar fyrir skriffinnasamkundur ESB og NATO og fær blækurnar til að vola af samúð. Hann reynir að troða Úkraínu í ESB áður en Rússar afhöfða spillta og grimma leppstjórn hans í Kænugarði. Og nú vill hann að NATO setji loftferðabann á svæðið sem þýðir að við, NATO-landið, gætum dregist inn í stríðsátök.

Blækurnar hjá ESB og NATO eru sem betur fer of hræddar við Rússa til að samþykkja það. En hættan er að afskipti ESB og NATO af Úkraínu leiði ekki bara til ófriðar í Úkraínu heldur í allri Evrópu. Aðild okkar að EES færir stjórn mikilvægra utanríkismála til ESB og er orðin hættuleg öryggi landsins. Greinilega þarf að endurskoða aðild Íslands að NATO ef bandalagið hættir ekki vopnaskaki framan í Rússa og innlimunartilraunum með Úkraínu.


Bloggfærslur 5. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband