Hervæðing á ný

napoleon-4114403_960_720Gömlu stríðsveldin í Evrópu, sem hafa drepið milljónir Rússa annað slagið á siðustu öldum, hafa nú fengið kærkomna afsökun fyrir að hervæðast á ný. Þau segja hættu á að Rússar ráðist á V-Evrópulönd! Gamla kaldastríðslumman sem ekkert var á bak við.

Rússar hafa aldrei sýnt áhuga á að ráðast á V-Evrópulönd að fyrra bragði þó þeir hafi rekið drápssveitir stríðsvelda V-Evrópu til baka þegar þær hafa birst á þeirra skika.

ESB-lönd ætla að stórauka hernaðarframlög. Frakkar ætla að auka framlögin og Þjóðverjar ætla að tvöfalda, eyða 112 milljörðum dollara á þessu ári (Rússar eyða um 67 milljörðum dollara á ári).

Við þessar fréttir er erfitt að verjast minningum um frásagnirnar af Rússlandsheimsóknum evrópsku stríðsveldanna 1812 of 1941. Og mestu manndrápum mannkynssögunnar.

Noregur, sem er í EES, er orðinn aðili að ESB-hernaðarsamstarfinu (EU Defence Fund, EDF) ætlar líka að eyða meir í hernaðarbrölt. Hættan vex að Ísland, "vopnlausa landið", dragist með í vopnaskak gömlu stríðsveldanna vegna EES-samningsins.

https://breakingdefense.com/2022/03/seven-european-nations-have-increased-defense-budgets-in-one-month-who-will-be-next/

bloggið skrifar Friðrik Daníelsson


Bloggfærslur 30. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband