Ómarktækir leiðtogar

usfalgfourth-of-july-394504_960_720Bandaríkjamenn eru okkar mikilvægustu bandamenn, við treystum á þá. Það er þess vegna ógnvekjandi þegar forseti Bandaríkjanna kemur fram eins og ómarktækur krati og fer með glórulausar yfirlýsingar sem túlka má sem stríðsyfirlýsingar hins mikla herveldis.

Hann heimsótti eitt af mörgum herhreiðrum NATO, í Póllandi ekki mjög langt frá kjarnorkuflaugaskotpöllum Rússa sem heilsuðu honum með að sprengja, hárnákvæmt, tvær birgðastöðvar Úkraínu nálægt landamærunum. Forsetinn talaði við hermenn sína um Úkraínu:

-"þið sjáið þegar þið eruð þar-". Hermennirnir héldu að nú ætti að senda þá inn í Úkraínu. https://www.dailymail.co.uk/news/article-10653329/White-House-corrects-Biden-suggested-troops-sent-Ukraine.html

Síðan hélt forsetinn aðra ræðu og sagði að yrði að koma stjórn Rússlands frá! https://www.telegraph.co.uk/world-news/2022/03/26/joe-biden-us-president-vladimir-putin-russia-power-ukraine-invasion/

Sem betur fer er ameríska stjórnkerfið öflugra en svo að óráðshjal forsetans geti sett af stað heimsstyrjöld. Hvíta Húsið hefur staðið í ströngu við að bera til baka bullið í Biden.

En við spyrjum, hvernig má það vera að okkar öflugu bandamenn hafi fengið slíkan forseta í Hvíta Húsið?


Bloggfærslur 27. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband