NATO æsir til stríðs
7.2.2022 | 14:58
Áróðursmenn helstu NATO-landa dreifa nú áróðri um að Rússar ætli að ráðast inn í Úkraínu. NATO neitar að semja við Rússa um að minnka vopnaskak nálægt landamærum Rússlands. Við undirlægjurnar á Norðurlöndum dönsum með.
Þessi áróður er hreinar stríðsæsingar sem eru til þess að leiða athyglina frá miklum vanda sem þessar ríkisstjórnir NATO-þjóða eiga við að stríða. Bandaríkjastjórn gefst upp í Afganistan, ræður ekki við glæpagengin, vergang heimilislausra og síhækkandi orkuverð heimafyrir vegna heimskulegrar barátu gegn eldsneyti. Í Bretlandi segja menn að Boris eigi ekki að drekka bjór grímulaus í garðveislum en óvinsældir ríkisstjórnarinnar stafa af síhækkandi orkuverði vegna grænna stefnumála og meðfylgjandi dýrtíðar ("cost of living crisis").
Hvort NATO tekst að æsa Rússa upp í að taka Úkraínu, sögulega hérað í Rússaveldi, getur verið spurning um heimsstyrjöld eða frið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)