EES og raforkan, baráttan í Noregi
6.12.2022 | 13:55
Einar Frogner, formaður Nei til EU í Noregi, flytur erindi um baráttu samtakanna gegn EES og stjórnvaldsafskiptum Evrópusambandsins af raforkumálum Noregs í krafti EES.
Aðild Noregs að EES og tenging við raforkumarkað Evrópusambandsins hafa valdið því að Noregur hefur misst mikilvæga stjórn á eigin orkumálum. Angar af orkukreppu Evrópusambandsins hafa því teygt sig til Noregs með slæmum afleiðingum.
Noregur hefur tvisvar hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslum (1972 og 1994). Samtökin Nei til Eu eiga mikinn þátt í að Noregi hefur verið forðað frá Evrópusambandsaðild og hafa nú í auknum mæli snúið sér að baráttunni gegn EES-samningnum sem Einar mun m.a. fjalla um.
EFTA-löndin gerðu EES-samninginn við Evrópusambandið, Noregur, Ísland og Liechtenstein samþykktu hann, Sviss hafnaði honum og stendur utan EES.
Salur 103 á Háskólatorgi klukkan 17:30, miðvikudaginn 7. desember.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!
Heimssýn Frjálst land Herjan Ísafold
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)