Græna orkukerfi ESB að hrynja
5.1.2022 | 20:04
Lengi hefur verið ljóst að orkustefna ESB mundi hrynja. Nú eftir að orkukreppan versnaði í haust hefur ESB loksins viðurkennt í verki að "endurnýjanleg orka" gengur ekki upp. Það stefnir í tilskipun um að jarðgas og kjarnorka verði nú líka skilgreind sem græn orka! (ESB er sjóað í að hártoga og ljúga að sjálfu sér).
ESB virðist vera að vakna af draumórunum um "orkuskipti" og "græna orku" sem ættaðir eru frá sértrúarsöfnuðum umhverfisöfgalýðs og svindlara. Sambandslönd eru orðin löðrandi í óhagkvæmum og ónýtum vindmyllum og sólarpanelum sem þurfa jafnstór alvöru orkuver með sér til að gagnast orkukerfum sambandslanda, glórulaus "græn fjárfesting" sem nú er farin að draga dilk á eftir sér.
https://www.theguardian.com/world/2022/jan/03/fury-eu-moves-ahead-plans-label-gas-nuclear-green
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)